Skyndihjálparnámskeið mikilvæg

Skyndihjálparnámskeið mikilvæg Það getur skipt sköpum að fólk kunni að bregðast rétt við ef slys eða aðra hættu ber að garði, en þau gera vanalega engin

Fréttir

Skyndihjálparnámskeið mikilvæg

Það getur skipt sköpum að fólk kunni að bregðast rétt við ef slys eða aðra hættu ber að garði, en þau gera vanalega engin boð á undan sér. Því er gott að vita til þess að fyrirtæki bjóði starfsmönnum sínum uppá slíka menntun.

Hjúkrunarfræðingurinn Erla Björnsdóttir (dóttir Björns og Helenu) og eiginmaður hennar, Gauti Þór Grétarsson tóku að sér skyndihjálparnámskeið fyrir tvö fyrirtæki á Siglufirði milli jóla og nýárs, þau Rauðku ehf. og Primex ehf.

Námskeiðin hjá Erlu og Gauta eru á vegum Rauða Kross Íslands þaðan sem þau sækja réttindi sín en einstaklega létt og skemmtilegt yfirbragð var yfir því.  Þarna var farið yfir öll helstu atriði skyndihjálpar, allt frá smá skeinum að slagæðablæðingum, frá brunasárum að endurlífgun. Þá var farið yfir þann búnað sem æskilegt er að hafa til staðar á vinnusvæði og nemendur lærðu um notkun hjartastuðtækja.

skyndihjálp

Erla Björns

skyndihjálp

skyndihjálp

skyndihjálp

Gauti, sem er slökkviliðsmaður á Akureyri, tekur einnig að sér að kenna viðbrögð við bruna og er því gott að þau hjónin tengist Siglufirði svo sterkum böndum en hægt er að ná á þeim hjónum á netfangið erlabjorns@gmail.com.


Athugasemdir

25.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst