Erfitt að athafna sig við löndunarkranana
sksiglo.is | Almennt | 18.04.2013 | 05:00 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 659 | Athugasemdir ( )
Maður getur vel ímyndað sér að ekki séu allir hressir með aðstæður á höfninni þessa dagana en allt að því ómögulegt er að athafna sig við löndunarkranana. Því miður er þetta ekki einsdæmi og gerist oft á veturna.
Þeir kalla ekki allt ömmu sína smábátasjómennirnir og þurfa oft að athafna sig við erfiðar aðstæður, vonandi rennur þó enginn þeirra út í höfnina í sleipum pollagallanum.
Hreiðar Jóhannsson var á rúntinum og sendi okkur myndir af hafnarlífinu.
Athugasemdir