Slippfélag stofnað
Sunnudaginn
6. maí stofnuðu nokkrir áhugamenn um bátasmíðar Slippfélag
Siglufjarðar. Tíu einstaklingar eru skráðir stofnfélagar en níu sátu
fundinn sem fór fram í gamla Slippnum eins og viðeigandi var.
Tilgangur félagsins er að vinna með safninu að eftirtöldum markmiðum: Að viðhalda og hlúa að þekkingu á bátasmíði. Að styðja við varðveislu gamla Slippsins á Siglufirði.
Þar verði gömlum verkfærum og tækjabúnaði viðhaldið til notkunar á verkstæðinu og að staðurinn geti verið opinn almenningi til skoðunar þegar við á. Að stuðla að varðveislu og sýningu á gömlum trébátum.
Í stjórn voru kosnir Hjalti Gunnarsson, Ragnar Aðalsteinsson og Örlygur Kristfinnsson, til vara Anita Elefsen og Gunnar Júlíusson. Endurskoðandi reikninga var kjörinn Jón Dýrfjörð.
Á myndinni eru, fremst: Hjalti Gunnarsson, Valur Hilmarsson og Jón Dýrfjörð. Aftar: Björn Jónsson, Halldór Hafsteinsson, Njörður Jóhannsson, Gunnar Júlíusson og Ragnar Aðalsteinsson.
Texti og mynd: ÖK
Athugasemdir