Slippfélag stofnað

Slippfélag stofnað Sunnudaginn 6. maí stofnuðu nokkrir áhugamenn um bátasmíðar Slippfélag Siglufjarðar. Tíu einstaklingar eru skráðir stofnfélagar

Fréttir

Slippfélag stofnað

Fremrir. Hjalti, Valur Þór, Jón Dýrfjörð, aftarir. Björn, Halldór, Njörður, Gunnar og Ragnar.
Fremrir. Hjalti, Valur Þór, Jón Dýrfjörð, aftarir. Björn, Halldór, Njörður, Gunnar og Ragnar.

Sunnudaginn 6. maí stofnuðu nokkrir áhugamenn um bátasmíðar Slippfélag Siglufjarðar. Tíu einstaklingar eru skráðir stofnfélagar en níu sátu fundinn sem fór fram í gamla Slippnum eins og viðeigandi var.

Eins og kunnugt er þá eignaðist Síldarminjasafnið Slippinn fyrir skömmu.
Tilgangur félagsins er að vinna með safninu að eftirtöldum markmiðum: Að viðhalda og hlúa að þekkingu á bátasmíði. Að styðja við varðveislu gamla Slippsins á Siglufirði.

Þar verði gömlum verkfærum og tækjabúnaði viðhaldið til notkunar á verkstæðinu og að staðurinn geti verið opinn almenningi til skoðunar þegar við á. Að stuðla að varðveislu og sýningu á gömlum trébátum.

Í stjórn voru kosnir Hjalti Gunnarsson, Ragnar Aðalsteinsson og Örlygur Kristfinnsson, til vara Anita Elefsen og Gunnar Júlíusson. Endurskoðandi reikninga var kjörinn Jón Dýrfjörð.

Á myndinni eru, fremst: Hjalti Gunnarsson, Valur Hilmarsson og Jón Dýrfjörð. Aftar: Björn Jónsson, Halldór Hafsteinsson, Njörður Jóhannsson, Gunnar Júlíusson og Ragnar Aðalsteinsson.

Texti og mynd: ÖK

http://www.sild.is/


 


 




Athugasemdir

22.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst