Snarl komið í hús

Snarl komið í hús Í dag var blaðinu „Snarl“ dreift í hús en blaðið er gefið út af nemendum 10. Bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar í tengslum við fjáröflun

Fréttir

Snarl komið í hús

Forsíða Snarls. Heiðar Karl Rögnvaldsson og Þórður Árnason
Forsíða Snarls. Heiðar Karl Rögnvaldsson og Þórður Árnason
Í dag var blaðinu „Snarl“ dreift í hús en blaðið er gefið út af nemendum 10. Bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar í tengslum við fjáröflun fyrir útskriftaferð þeirra í vor.


Ákveðið var að dreifa blaðinu frítt í öll hús þessi jól þar sem verið er að kynna það á Siglufirði í fyrsta sinn en það hefur verið siður að gefa blaðið út á Ólafsfirði síðastliðin ár. „Við viljum endilega halda þeirri hefð við í nýjum sameinuðum skóla okkar í Fjallabyggð“ skrifa Bjarkey og Erla í bréfi til Sigló.is og vona að íbúar hafi ánægju af blaðinu.

Í Snarli kennir ýmissa grasa og má þar meðal annars nefna viðtöl við bæjarbúa, uppskriftir og hugleiðingar varðandi jólin, kveðjur og auglýsingar fyrirtækja, stjörnuspá 10. bekkjar.

Athugasemdir

17.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst