Snerpa keppti á landsmóti 50+
sksiglo.is | Almennt | 24.06.2014 | 00:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 493 | Athugasemdir ( )
Snerpa fór á Húsavík um síðustu helgi til að keppa á
landsmóti 50+.
Snerpa fór með fjögur lið og keppendur voru Sveinn, Hjálmar, Jónas,
Svava, Gugga, Rabbý, Vilborg, Berta, Björg, Sissa, Toni og Valur.
Með í för var þjálfarinn Helga Hermannsdóttir.
Að sögn Helgu Hermannsdóttur var mótið frábært og liðin
stóðu sig með sóma.
Snillingarnir Sveinn, Jónas og Hjálmar komust í 6 liða úrslit eftir
riðlakeppnina og enduðu í 3 sæti. Frábær árangur.
Eftir keppni var haldið á Akureyri þar sem farið var út að borða
á la vita Bella og síðan var haldið heim eftir frábæran dag.








Myndir. Sveinn Þorsteinsson
Athugasemdir