Snjóflóð lokaði veginum til Ólafsfjarðar
www.visir.is | Almennt | 13.12.2013 | 05:50 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 302 | Athugasemdir ( )
Snjóflóð féll á þjóðveginn á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar í nótt og er vegurinn lokaður. Engin var
á ferð um veginn þegar flóðið féll, en það verður ekki rutt fyrr en í birtingu, til þess að snjóeftirlitsmenn geti
metið hættu á frekari flóðum.
Samkvæmt mati Veðurstofunnar er nokkur snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum, þar sem að minnsta kosti eitt flóð
hefur fallið, á Austfjörðum og á utanverðum Tröllaskaga, þar sem tvö flóð hafa fallið í vikunni, en bæði utan
byggðar.
Athugasemdir