Snjóflóð lokaði veginum til Ólafsfjarðar

Snjóflóð lokaði veginum til Ólafsfjarðar Snjóflóð féll á þjóðveginn á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar í nótt og er vegurinn lokaður. Engin var á ferð um

Fréttir

Snjóflóð lokaði veginum til Ólafsfjarðar

Ólafsfjarðarvegur er lokaður vegna snjóflóðs. Kris
Ólafsfjarðarvegur er lokaður vegna snjóflóðs. Kris

Snjóflóð féll á þjóðveginn á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar í nótt og er vegurinn lokaður. Engin var á ferð um veginn þegar flóðið féll, en það verður ekki rutt fyrr en í birtingu, til þess að snjóeftirlitsmenn geti metið hættu á frekari flóðum.

Samkvæmt mati Veðurstofunnar er nokkur snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum, þar sem að minnsta kosti eitt flóð hefur fallið, á Austfjörðum og á utanverðum Tröllaskaga, þar sem tvö flóð hafa fallið í vikunni, en bæði utan byggðar.


Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst