Snjóflóð í firðinum

Snjóflóð í firðinum Gestur Hansson snjóeftirlitsmaður Veðurstofunnar staðfesti í samtali óljósar útvarpsfréttir um að nokkur snjóflóð hefðu fallið í

Fréttir

Snjóflóð í firðinum

Tvö snjóflóð ofan við bæinn - kort VÍ
Tvö snjóflóð ofan við bæinn - kort VÍ
Gestur Hansson snjóeftirlitsmaður Veðurstofunnar staðfesti í samtali óljósar útvarpsfréttir um að nokkur snjóflóð hefðu fallið í Siglufirði síðustu dægur.
Tvö minni háttar snjóflóð féllu skammt ofan við ríplana sem verja bæinn og stöðvaðist  annað þeirra rétt við suðurenda Skálarrípils. Þá hefðu tvö stór snjóflóð um 150-200 m breið fallið í gær og fyrradag í Skútudal. Það syðra yfir mannvirki hitaveitunnar og hitt nokkru sunnan við gangamunnann.
Gestur sagði að þessi flóðahrina hefði ekki komið á óvart því í athugunum hans í Hafnarfjalli hefðu komið fram mjög veik lög auk þess að viðrað hafi til snjóflóða undanfarna daga.
Spurður um snjóflóðahættu á skíðasvæðinu í Skarðsdal sagðist hann ekki geta sagt mikið um það, hans starf fyrir Veðurstofuna sneri að byggðinni hér en öryggismál á skíðasvæðinu væru í höndum staðarhaldara með samningi við sveitarfélagið. En það mætti þó segja að það sem hann mældi í fjallinu ofan bæjarins gilti víðar eins og snjóflóðin í Skútudal sýndu.
Kortið sýnir snjóflóðin ofan við Skálarrípil og Hafnarrípil

Athugasemdir

16.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst