Snjóflóð í firðinum
sksiglo.is | Almennt | 14.01.2011 | 12:56 | Síldarminjasafnið | Lestrar 652 | Athugasemdir ( )
Gestur Hansson snjóeftirlitsmaður Veðurstofunnar staðfesti í samtali óljósar útvarpsfréttir um að nokkur snjóflóð hefðu fallið í Siglufirði síðustu dægur.
Tvö minni háttar snjóflóð féllu skammt ofan við ríplana sem verja bæinn og stöðvaðist annað þeirra rétt við suðurenda Skálarrípils. Þá hefðu tvö stór snjóflóð um 150-200 m breið fallið í gær og fyrradag í Skútudal. Það syðra yfir mannvirki hitaveitunnar og hitt nokkru sunnan við gangamunnann.
Gestur sagði að þessi flóðahrina hefði ekki komið á óvart því í athugunum hans í Hafnarfjalli hefðu komið fram mjög veik lög auk þess að viðrað hafi til snjóflóða undanfarna daga.
Spurður um snjóflóðahættu á skíðasvæðinu í Skarðsdal sagðist hann ekki geta sagt mikið um það, hans starf fyrir Veðurstofuna sneri að byggðinni hér en öryggismál á skíðasvæðinu væru í höndum staðarhaldara með samningi við sveitarfélagið. En það mætti þó segja að það sem hann mældi í fjallinu ofan bæjarins gilti víðar eins og snjóflóðin í Skútudal sýndu.
Kortið sýnir snjóflóðin ofan við Skálarrípil og Hafnarrípil
Tvö minni háttar snjóflóð féllu skammt ofan við ríplana sem verja bæinn og stöðvaðist annað þeirra rétt við suðurenda Skálarrípils. Þá hefðu tvö stór snjóflóð um 150-200 m breið fallið í gær og fyrradag í Skútudal. Það syðra yfir mannvirki hitaveitunnar og hitt nokkru sunnan við gangamunnann.
Gestur sagði að þessi flóðahrina hefði ekki komið á óvart því í athugunum hans í Hafnarfjalli hefðu komið fram mjög veik lög auk þess að viðrað hafi til snjóflóða undanfarna daga.
Spurður um snjóflóðahættu á skíðasvæðinu í Skarðsdal sagðist hann ekki geta sagt mikið um það, hans starf fyrir Veðurstofuna sneri að byggðinni hér en öryggismál á skíðasvæðinu væru í höndum staðarhaldara með samningi við sveitarfélagið. En það mætti þó segja að það sem hann mældi í fjallinu ofan bæjarins gilti víðar eins og snjóflóðin í Skútudal sýndu.
Kortið sýnir snjóflóðin ofan við Skálarrípil og Hafnarrípil
Athugasemdir