SÖFNUN VEGNA RÖNTGENTÆKIS Á LJÓÐASETRINU Á SUNNUDAG

SÖFNUN VEGNA RÖNTGENTÆKIS Á LJÓÐASETRINU Á SUNNUDAG Eins og margir vita stendur nú yfir söfnun fyrir nýju röntgentæki á Heilbrigðsstofnun Fjallabyggðar og

Fréttir

SÖFNUN VEGNA RÖNTGENTÆKIS Á LJÓÐASETRINU Á SUNNUDAG

Innsent efni.

 

Eins og margir vita stendur nú yfir söfnun fyrir nýju röntgentæki á Heilbrigðsstofnun Fjallabyggðar og ætlar Félag um Ljóðasetur Íslands að leggja sitt af mörkum. Næsta sunnudag, 2. febrúar, verður skemmtidagskrá í Ljóðasetrinu frá kl. 14.00 - 17.00. Listafólk á ýmsum aldri mun koma fram og skemmta fólki með ýmsum hætti: flytja ljóð, syngja, kveða, leika á hljóðfæri og fleira.

Á staðnum verður samskotabaukur sem fólk getur stungið aur í til að styrkja kaupin á þessu mikilvæga tæki.

Samkaup býður upp á kaffi og með því.

Hvetjum við íbúa sveitarfélagsins til að líta inn í Ljóðasetrið á sunnudaginn og styðja gott málefni.

Þeim sem ekki komast í setrið á sunnudaginn er bent á söfnunarreikning Kvenfélagsins Vonar, sem einnig styður þetta mál:
Reikn: 1102-26-100339
kt:700269-4859

 

Mynd við frétt fengin af netinu.

 

Athugasemdir

26.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst