Sólarpönnukökur í tilefni dagsins

Sólarpönnukökur í tilefni dagsins Ilminn lagði langt út á götu þegar blaðam. Sigló.is heimsótti Sjálfsbjörg félag fatlaðra í morgun, enda var búið að baka

Fréttir

Sólarpönnukökur í tilefni dagsins

Björg, Kolbrún, Gréta og Sóley
Björg, Kolbrún, Gréta og Sóley

Ilminn lagði langt út á götu þegar blaðam. Sigló.is heimsótti Sjálfsbjörg félag fatlaðra í morgun, enda var búið að baka á annað þúsund pönnukökur, og hafa konurnar greinilega haft í nógu að snúast við að baka, því flest ef ekki öll fyrirtæki bæjarins, bjóða starfsmönnum sínum uppá pönnsur með kaffinu í dag frá þeim.

Mjög gömul hefð er að drekka sólarkaffi með pönnukökum um allan bæ, á fyrsta sólardaginn sem er í dag 28. janúar, þegar sólin skín um nokkra stund um allan bæ. Í tvo eða þrjá áratugi hafa Sjálfsbjargarfélagar staðið fyrir miklum pönnukökubakstri og sölu til fyritækja og einstaklinga í bænum. Ekki er samt líklegt að sólin láti sjá sig í dag, en hver veit, við erum búin að bíða eftir henni í rúma tvo mánuði.

Kolbrún Símonardóttir sagði mér einnig að það væri alltaf opið hjá þeim frá kl.13-16 hvern virkan dag í viku hverri og kæmu margir að föndra eða bara til að fá félagsskap. Eins er hægt að kaupa marga fallega hluti hjá þeim eins og myndin ber með sér.




Athugasemdir

14.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst