Sorpmóttaka á Siglufirði
sksiglo.is | Almennt | 28.09.2012 | 06:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 637 | Athugasemdir ( )
Tæknideild Fjallabyggðar hefur boðið út frágang á Gámasvæði Siglufjarðar með verk- og útboðslýsingu ásamt tilboðsblaði. Um er að ræða girðingu umhverfis svæðið með tveimur hliðum, gröft fyrir lögnum, lagnir, stoðveggi, fyllingu í plan og lagnaskurði.
Eitt tilboð barst í verkið kr. 12.250.000.- sem er yfir kostnaðaráætlun eða 123,3%. Verkfræðistofa Siglufjarðar hefur yfirfarið tilboðið. Bæjarráð samþykkir að hafna tilboðinu, en að deildarstjóra tæknideildar verði falið að taka upp viðræður við bjóðendur í ljósi þeirra skýringa sem fram koma í samanburði á tilboði og kostnaðaráætlun.Í viðræðum við Berg ehf náðist samkomulag um að verkið yrði unnið fyrir kr. 10.658.800 - eða um 107.3% af kosnaðaráætlun.
Á meðan á þessum framkvæmdum stendur hefur gámasvæðið verið flutt til og er nú á svæðinu við Öldubrjótinn. Opnunartími er sá sami og verið hefur.
Timbur á nú að fara í gegnum gámasvæðið þar sem lokað verður fyrir umferð niður að sandi á meðan á framkvæmdum stendur, verktakar og aðrir sem þurfa að komast til að taka sand hafa samband við þjónustumiðstöð.
Móttaka á sorpi
Texti og forsíðumynd: Aðsend
Myndir: GJS
Athugasemdir