Spánarferđ hjá nemendum viđ Menntaskólann á Tröllaskaga
Sex nemendur frá Menntaskólanum á Tröllaskaga þau Anna Lára Ólafsdóttir, Arndís Lilja Jónsdóttir, Helga Eir Sigurðardóttir, Ingibjörg Ellen Davíðsdóttir, Magnús Andrésson og Þórhildur Sölvadóttir sem stunda nám við áfangan Comeníus/Vatn og líf héldu til Spánar þann 9. mars sl. Ásamt kennara sínum Ingu Eiríksdóttir.
Comeníus er alþjóðlegt verkefni sem skólinn tekur þátt í ásamt samstarfsfólki frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi. Comeníusarverkefnið snýst um vatn, nýtingu vatns, skort á vatni og fleira sem tengist þessari undirstöðu lífs á jörðinni. Unnið er að fjölþjóðlegu dagatali sem á að innihalda myndir af vatni frá öllum löndunum sem teknar eru af nemundum.
Hópurinn dvaldi á Castellón á Spáni frá mánudegi til föstudags, dagskráin var þétt og meðal annars var fræðsla um nýtingu vatns á Spáni, skoðað kirkju og myllu, labbað upp Fadrí turninn, heimsótt bæjarstjórnina, farið til Valencia og hitt forseta samfélagsins, skoðað kastalann í Peniscola og síðast en ekki síst kynnst menningunni á Spáni því nemendurnir dvöldu inná heimilum spænsku nemandanna á meðan á heimsókninni stóð.
Í september sl. Komu nemendur frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi í heimsókn í MTR og unnu að þessu sama verkefni. Næsta ferð tengd verkefninu er áætluð í maí og þá verður haldið til Þýskalands.
Ingibjörg, Helga Eir og Arndís Lilja í
skólanum.
Í heimsókn hjá
bæjarstjórninni.
Kennarar og nemendur ásamt
bæjarstjórn.
Magnús Andrésson.
Anna Lára, Helga Eir og Ingibjörg við vatnið hjá
myllunni.
Hluti af íslenska hópnum úti að borða
ásamt spænsku stelpunum.
Leiðin upp að kastalanum
í Peniscola.
Kastalinn í Peniscola sem nemendur skoðuðu
síðasta daginn.
Athugasemdir