Sparisjóðurinn bætir nammistöðu sína á föstudögum
Þegar ég kom í Sparisjóð Siglufjarðar síðasta föstudag var nammikarfan með allra bezta móti. Ég skimaði í kring um mig eftir myndavélum og þá sérstaklega Gulla Stebba með myndavél (hann er stórhættulegur með þessa myndavél).
Þegar ég var búin að tékka mig af, búin að fá mér einn kaffibolla og röfla yfir því hvað kaffið væri þunnt, fór ég að telja koníaksmolana. Og jú viti menn, það voru alveg 9 stk. eftir í körfunni klukkan 09:38 fyrir utan þessa 2 sem ég gleypti strax í mig áður en ég byrjaði að telja. Flott hjá ykkur Sparisjóður Siglufjarðar. Síðast þegar ég kom á föstudegi voru bara 3 koníaksmolar. Svo læt ég mynd af molunum fylgja með .
Mynd og texti: Hrólfur Baldursson
Athugasemdir