Spurningakeppni átthagafélaganna 2014
Innsent efni.
Í fyrra vaknaði sú hugmynd að endurvekja spurningakeppni átthagafélaganna sem haldin var í nokkur ár kringum aldamótin síðustu.
Þar sem spurningakeppnir eru „í tísku“ núna, samanber Útsvar og öll PubQuiz-in, gæti það verið tilvalinn vettvangur til að vekja athygli á átthagafélögunum og virkja meðlimi þeirra. Ekki síst að fá unga fólkið til að taka þátt. Hugmyndin var því að hafa keppnina létta og skemmtilega, ekki of fræðilega.
Keppnin tókst með eindæmum vel og var því ákveðið að að endurtaka leikinn.
Keppnin verður haldin í Breiðfirðingabúð, hefst 6. febrúar og lýkur 4. apríl en þá verður haldið sveitaball í borg eftir að úrslitin verða ljós.
Keppnislið Siglfirðingafélagsins er skipað úrvalsfólki: Ragnar Jónasson, Ásdís Jóna Sigurjónsdottir, Skúli Jónasson og Jónas Ragnarsson.
Höfundur spurninga er Gauti Eiríksson, grunnskólakennari.
Hér er slóð á facebook síðu spurningakeppninnar : https://www.facebook.com/SpurningakeppniAtthagafelaganna?ref=stream&hc_location=timeline
Athugasemdir