Spurningakeppni átthagafélaganna nálgast
Fréttatilkynning frá Siglfirðingafélaginu í Reykjavík.
Dregin voru saman lið í Spurningakeppni átthagafélaganna á fundi í veitingahúsinu Cafe Catalina í Kópavogi. 16 átthagafélög keppa og eru tvær forkeppnir dagana 28. febrúar og 7. mars. Eftir keppnina 7. mars verða svo liðin 8 sem komast áfram þessi tvö kvöld dregin saman. 8 liða úrslitin verða 21. mars - 4 liða úrslit verða 11. apríl. Úrslitakeppnin fer fram síðasta vetrardag, 24. apríl og verður dansleikur að lokinni keppni. Allar keppnirnar verða í Breiðfirðingabúð að Faxafeni 14 í Reykjavík og hefjast kl. 20:00 en húsið opnar kl. 19:30.
Dregið var um hverjir keppa og hvenær í 16 liða úrslitunum og raðast það svona:
28. febrúar:
Skaftfellingafélagið - Átthagafélag Djúpmanna
Húnvetningafélagið - Átthagafélag Sléttuhrepps
Önfirðingafélagið - Árnesingafélagið
Stokkseyringafélagið - Dýrfirðingafélagið
7. mars:
Barðstrendingafélagið - Breiðfirðingafélagið
Súgfirðingafélagið - Átthagafélag Strandamanna
Átthagafélag Héraðsmanna - Vestfirðingafélagið
Siglfirðingafélagið – Norðfirðingafélagið
Lið Siglfirðingafélagsins skipa: Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Ragnar Jónasson, Jónas Ragnarsson.
Siglfirðingafélagið ætlar að hita upp fyrir keppnina og halda siglfirskt Pub-Quiz föstudaginn 22. febúrar kl. 21 í Víkingsheimilinu Fossvogi.
Húsið opnar kl. 20:30. Aðgangseyrir er 1000 kr. og einn kaldur fylgir. Stjórnandi og spurningahöfundur er Þórir Hákonarson. Spurningarnar verða að hluta til Siglufjarðartengdar en einnig almenns eðlis og íþróttir koma eflaust mikið við sögu. Allt er þetta til gamans gert og spurningarnar því þægilegar og skemmtilegar og við allra hæfi. Keppt er á borðum og eru fjórir hið mesta í liði en geta verið færri.
Fjöldi vinninga verður í boði, meðal annars gjafabréf á alla heimaleiki íslenska landsliðsins í knattspyrnu, gómsætar síldarkrásir frá Egils-sjávarafurðum ehf. og bækur frá Bjarti-Veröld.
Við hvetjum alla til að mæta á þessa skemmtilegu upphitun fyrir Spurningakeppni átthagafélaganna en lið félagsins í þeirri keppni, þau Ásdís Jóna, Birkir, Ragnar og Jónas mæta að sjálfsögðu.
Sjáumst í Víkingsheimilinu!
Stjórnin
Athugasemdir