SR- Aðalbúðin flytur starfsemi sína
SR-Aðalbúðin flytur starfsemi sína í sama húsnæði og SR-Byggingavörur eru til húsa. SR-Byggingavörur eru til húsa að
Vetrarbraut 14.
Þegar ég kom til þeirra í SR-Byggingavörur voru starfsmenn SR-Aðalbúðarinnar og SR-Byggingavörum í óða önn að setja upp
hillur og raða inn vörum frá Aðalbúðinni.
Þetta verður vafalaust glæsilegt og jafnvel gæti þetta orðið enn betra. Maður nær að kíkja í 2 búðir í einni
ferð, þetta verður eins og lítil Kringla á Siglufirði.
Ekki er enn komin nákvæm dagsetning á það hvenær Aðalbúðin flytur formlega en að sjálfsögðu munum við fylgjast með
því.
Svo að sjálfsögðu tók ég nokkrar myndir af starfsmönnunum að setja upp hillurnar og raða upp vörum.
Ágúst Orri Ákason einbeittur að raða í
nýju hillurekkana.
Maggi var eldhress og kátur og alveg rosalega spenntur yfir
því að Aðalbúðin væri að koma í SR-Byggingavörur.
Hér eru Maggi og Helga að raða upp vörum.
Ægir Bergsson var ekki minna spenntur en Maggi, Helga og
Ágúst fyrir breytingunum.
Athugasemdir