SR-Byggingavörur 10 ára
sksiglo.is | Almennt | 18.12.2013 | 13:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 491 | Athugasemdir ( )
SR-Byggingavörur hélt upp á 10 ára afmæli síðasta föstudag
Gestum sem litu við í SR-Byggingavörum og Aðalbúðinni var boðið upp
á úrvals veitingar og líklega fengu margir sér sneið eða sneiðar af kökunni sem var boðið upp á.
Magnús Magnússon eða Maggi í SR eins og hann er alltaf kallaður sendi okkur
nokkrar myndir sem voru teknar í afmælisveislunni og við þökkum Magga kærlega fyrir.
Innilega til hamingju með 10 árin SR-Byggingavörur.
Hér eru
feðgarnir Magnús Björgvinsson og Magnús Magnússon
Ægir Bergsson
og Pálína Pálsdóttir
Hér eru
Skarphéðinn Fannar Jónsson og Sigríður Salmannsdóttir sýnist mér. Líklega að ræða eitthvað um ágæti
jólaljósa eða uppþvottabursta en þau hafa víst bæði alveg sérstakt dálæti á uppþvottaburstum.
Baldur Jörgen,
Sigurjón Páls og Grétar Sveins.
Þessa kappa
þekki ég ekki en líklega hafa þeir ekki misst af veitingunum sem í boði voru.
Pálína Pálsdóttir.
Sigurbjörg
Björnsdóttir.



Athugasemdir