SR-Vélaverkstæði

SR-Vélaverkstæði Ég kom við á SR-Vélaverkstæði fyrir stuttu síðan. Hilmar Elefsen fór með mig smá útsýnistúr og hann sýndi mér 2 vélar sem þeir eru búnir

Fréttir

SR-Vélaverkstæði

Ég kom við á SR-Vélaverkstæði fyrir stuttu síðan.

Hilmar Elefsen fór með mig smá útsýnistúr og hann sýndi mér 2 vélar sem þeir eru búnir að smíða og eru að fara að senda frá sér. Önnur vélin fer til Færeyja og hin austur á Vopnafjörð.

Önnur af þessum vélum er svokölluð hráefnissía sem fer til Færeyja. Hráefnissían síar út blóðvatn og vökva frá hráefninu sem fer svo í vinnslu.

Kjarnablandarinn blandar saman svokölluðum soðkjarna  við pressuköku,  þessi blanda heldur svo áfram í þurrkara verksmiðjunnar þar sem fiskimjölið verður að endingu til. Kjarnablandarinn fer á Vopnafjörð.

Starfsmenn SR-Vélaverkstæðis hafa unnið hörðum höndum við það að smíða vélarnar fyrir Vélsmiðjuna Héðinn og eru nú að prufa græjurnar áður en þeir skila þeim af sér. 

Ég tók að sjálfsögðu nokkrar myndir af vélunum og starfsmönnum SR-Vélaverkstæðis.

SRVElvar Elefsen, Alli Arnars og Sverrir Elefsen að fylgjast með prufukeyrslunni á nýju græjunni.

SRVSverrir að skoða hvort allt sé ekki í lagi.

SRVJónas Halldórsson stoltur fyrir framan nýsmíðina.

SRVKjarnablandarinn.

SRVÞað var í nógu að snúast hjá strákunum.

SRV

SRVHeimir Birgis var á þönum allan tímann sem ég stoppaði þarna.

SRVHeimir ansi vígalegur.

SRVHans Ragnarsson sló ekki slöku við þó verið væri að taka myndir.

SRV

SRVRúnar Óli.

SRVFriðrik Hannesson vildi ekki láta taka myndir af sér nema að hann væri á bak við tjaldið. 

SRV

SRV


Athugasemdir

25.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst