Framúrskarandi fyrirtæki 2011

Framúrskarandi fyrirtæki 2011 SR-vélaverkstæði á Siglufirði var eitt af 245 fyrirtækjum sem fá bestu einkun í styrk-og stöðuleikamati Creditinfo.

Fréttir

Framúrskarandi fyrirtæki 2011

SR-vélaverkstæði á Siglufirði var eitt af 245 fyrirtækjum sem fá bestu einkun í styrk-og stöðuleikamati Creditinfo. Creditinfo hefur unnið að ítarlegri greiningu  sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðugleikamati félagsins.

Af rúmlega 32.000 fyrirtækjum sem skráð eru í Hlutafélagaskrá reyndust 245 fyrirtæki uppfylla þau skilyrði sem Creditinfo setur til að fá viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki. Þar af var SR-vélaverkstæði á Siglufirði eitt af þeim. Vottun af þessu tagi þekkist víða erlendis en á stærri mörkuðum er algengara að skilyrði vottunar séu ekki eins ströng og ákveðið var að setja hér á landi.

Að mati Creditinfo er mikilvægara á litlum markaði að draga fram styrkleika fyrirtækja sem birtist í stöðugleika í rekstri fremur en niðurstöðum einstakra rekstrarára. Slíkar kröfur eru líklegri til að undanskilja sveiflukenndan árangur stærri eignarhalds- og móðurfélaga en undirstrika frekar styrkleika fyrirtækja í virkri starfsemi.

Eftirfarandi upplýsingar eru lagðar til grundvallar á mati Creditinfo um hvort fyrirtæki uppfylli skilyrði styrkleikamatsins:

  • Að hafa skilað ársreikningum til RSK 2008 til 2010
  • Minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum
  • Að sýna jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð
  • Að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð
  • Eignir séu 80 milljónir eða meira árin 2008 - 2010
  • Að eigið fé sé 20% eða meira, rekstrarárin 2008 til 2010
  • Að vera með skráðan framkvæmdastjóra og stjórnarmenn í hlutafélagaskrá
  • Að vera virkt fyrirtæki skv. skilgreiningu Creditinfo

Listi yfir þau fyrirtæki sem stóðust styrk- og stöðugleikamatið er fánlegur hjá Creditinfo. Hann inniheldur allar fjárhagsupplýsingarnar sem eru taldar upp hér að ofan, almenn netföng fyrirtækjanna, póstföng fyrirtækjanna og netföng framkvæmdastjóra.





Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst