Skíðasvæðið opnað laugardaginn 12. nóvember??
sksiglo.is | Almennt | 04.11.2011 | 18:00 | Egill Rögnvaldsson | Lestrar 386 | Athugasemdir ( )
Að sögn Egils Rögnvaldssonar forstöðumanns skíðasvæðis Siglufjarðar er kominn töluverður snjór í fjallið og eru menn að undirbúa svæðið þessa dagana, það er meiningin að opna laugardaginn 12. nóvember.
Til marks um það var snjóflóðaeftirlitsmaðurinn Gestur Hansson og kona hans Hulda Friðgeirsdóttir að gera sig klára til að setja mælistikur niður á ákveðnum stöðum í fjallinu svo hægt sé að fylgjast með snjóalögum.
Forsala vetrarkorta er nú hafin fyrir íbúa í Fjallabyggð gefinn er góður afsláttur. Börn yngri en 8 ára fá fríkort. Framhalds- og háskólanemar fá kort á aðeins 7.000 kr. Upplýsingar eru í síma 878-3399.




Hjónin Hulda Friðgeirsdóttir og Gestur Hansson að undirbúa fjallgönguna með snjóflóða mælistikur



Texti og myndir: GJS
Til marks um það var snjóflóðaeftirlitsmaðurinn Gestur Hansson og kona hans Hulda Friðgeirsdóttir að gera sig klára til að setja mælistikur niður á ákveðnum stöðum í fjallinu svo hægt sé að fylgjast með snjóalögum.
Forsala vetrarkorta er nú hafin fyrir íbúa í Fjallabyggð gefinn er góður afsláttur. Börn yngri en 8 ára fá fríkort. Framhalds- og háskólanemar fá kort á aðeins 7.000 kr. Upplýsingar eru í síma 878-3399.


Hjónin Hulda Friðgeirsdóttir og Gestur Hansson að undirbúa fjallgönguna með snjóflóða mælistikur
Texti og myndir: GJS
Athugasemdir