Iceland Air í Síldarminjasafninu
Á miðvikudag heimsótti hópur sölu-, markaðs- og
svæðisstjóra Iceland Air Síldarminjasafnið. Um var að ræða tæplega 30
manns sem komu hingað til Siglufjarðar á vegum Markaðsskrifstofu
Norðurlands.
Vert er að taka fram mikilvægi þessarar heimsóknar og annarra sambærilegra fyrir Síldarminjasafnið. Þarna er fólk sem starfar í ferðaþjónustu um allan heim auk þess sem þarna eru einstaklingar sem starfa með skipafélögum og við skipulagningu á komum skemmtiferðaskipa til landsins – en Siglufjörður hefur vakið afar mikla lukku meðal þeirra skipafarþega sem heimsótt hafa staðinn. -AE
Birna Björnsdóttir að salta síld fyrir gesti
Örlygur að gefa salt
Sigurjón Steinsson
Anita, Örlygur, Birna, Rósa og Sigurjón
Texti: Anita Elefsen
Myndir: GJS
Athugasemdir