Iceland Air í Síldarminjasafninu

Iceland Air í Síldarminjasafninu Á miðvikudag heimsótti hópur sölu-, markaðs- og svæðisstjóra Iceland Air Síldarminjasafnið. Um var að ræða tæplega 30

Fréttir

Iceland Air í Síldarminjasafninu

Sölu - markaðs - og svæðisstjórar Iceland Air
Sölu - markaðs - og svæðisstjórar Iceland Air

Á miðvikudag heimsótti hópur sölu-, markaðs- og svæðisstjóra Iceland Air Síldarminjasafnið. Um var að ræða tæplega 30 manns sem komu hingað til Siglufjarðar á vegum Markaðsskrifstofu Norðurlands.

Anita Elefsen, Rósa Margrét Húnadóttir og Örlygur Kristfinnsson tóku á móti hópnum og var kynnt fyrir þeim saga safnsins og staðarins er þau voru leidd um safnhúsin. Hópurinn var afar hrifinn af safninu, sérstaklega vakti síldarstúlkan Bidda Björns. athygli þeirra en hún saltaði fyrir þau á bryggjum Bátahússins, auk þess sem Sigurjón Steinsson lék á nikkuna og myndaði skemmtilega og lifandi stemmningu. Að lokum fengu gestirnir að smakka á rúgbrauði, síld og Brennivínsstaupi áður en haldið var aftur til Akureyrar.

Vert er að taka fram mikilvægi þessarar heimsóknar og annarra sambærilegra fyrir Síldarminjasafnið. Þarna er fólk sem starfar í ferðaþjónustu um allan heim auk þess sem þarna eru einstaklingar sem starfa með skipafélögum og við skipulagningu á komum skemmtiferðaskipa til landsins – en Siglufjörður hefur vakið afar mikla lukku meðal þeirra skipafarþega sem heimsótt hafa staðinn.  -AE

Birna Björnsdóttir að salta síld fyrir gesti

Örlygur að gefa salt

Sigurjón Steinsson

Anita, Örlygur, Birna, Rósa og Sigurjón


Texti: Anita Elefsen

Myndir: GJS



Athugasemdir

07.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst