Sigurbjörgin ÓF- 1 hefur forvarnavinnu
Í byrjun maí hóf áhöfn Sigurbjargarinnar samskonar forvarnasamvinnu og Mánabergið byrjaði á í desember á síðasta ári, en um er að ræða samstarfsverkefni Ramma, Slysavarnaskóla Sjómanna og Sjóvá.
Með þessu vill Rammi í samvinnu við sína starfsmenn fækka og að lokum koma í veg fyrir slys. Slysavarnaskólinn stýrir verkefninu en til þess að byrja með er lögð áhersla á að áhöfnin áhættugreini Sigurbjörgina og skrái á atvikaskráningablað.Fundur með áhöfn Sigurbjargarinnar
Fjóla Guðjónsdóttir forstöðumaður forvarna hjá Sjóvá hóf fundinn en Sjóvá leggur áherslu á að starfsmenn fyrirtækja hugi að forvörnum hvort sem um er að ræða í vinnu eða einkalífi.
Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna fór yfir helstu ástæðu slysa út á sjó og þeim slysum sem tilkynnt hafa verið til rannsóknarnefndar sjóslysa. Fram kom að
slys um borð í Sigurbjörginni eru svipuð og hjá öðum í flotanum og að helsta ástæða slysa sé fall úr hæð, hras á jafnsléttu eða klemmuslys. Oftast er um að ræða „minni háttar“ slys sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Því er skráning atvika (slys og næstum því slys) og áhættugreining skipa mikilvæg til þess að greina aðstæður áður en slys verða. Í mjög mörgum tilvikum þarf lítið til og hægt að breyta verklagi eða aðstæðum þannig að slysahættur eru ekki lengur fyrir hendi.
Ragnar Aðalsteinsson útgerðastjóri heldur utan um verkefnið
fyrir Ramma og lagði hann áherslu á að fullur vilji er af hálfu útgerðarinnar
til þess að ná árangur. Verkefnið sé spennandi þar sem það reynir jafnt á vilja
áhafnar sem útgerðar til þess að ná árangri. Hugarfar skiptir hér miklu
máli og hvernig við nálgumst allt það sem við tökum okkur fyrir hendur, hvort
sem það er í vinnunni eða í einkalífinu.Eftir fund með áhöfninni þá var farið
um borð og aðstæður skoðaðar.
Texti: Fjóla Guðjónsdóttir, forstöðumaður forvarna Sjóvá
Mynd: GJS
Athugasemdir