Styrktartónleikar á Siglufirði
Fimmtudaginn 29.desember, klukkan 20, verða haldnir tónleikar í Siglufjarðarkirkju til styrktar fjölskyldum Elvu Ýrar Óskarsdóttur og Sölku Heimisdóttur. Elva Ýr lést eftir alvarlegt umferðarslys að kvöldi 16. nóvember og Salka liggur ennþá mikið slösuð á Fjórðungssjúkarahúsinu á Akureyri.
Tónlistarfólk gefur alla sína vinnu sem og aðrir sem að tónleikunum koma.Væntanlegt tónlistarfólk: Matti í Pöpum - Eyþór Ingi - Rúnar EFF - Björn Valur - Lára Sóley og Hjalti –Danni Pétur - Gómar - Karlakór Siglufjarðar - Þórarinn Hannesson – Þorsteinn Freyr - Lísa Hauksdóttir –Lísa Gunnarsdóttir– Svava Jónsdóttir - Ólöf Kristín – Tónlistarskóli Fjallabyggðar.
Miðaverð er 2.000 krónur. Þeir sem ekki komast á tónleikana, en vilja gjarnan leggja sitt að mörkum er bent á reikning viðburðarins. 1102-05-405070. Kennitala: 101276-3099.
Fyrirtækjum / stofnunum og félagasamtökum er bent á styrktarreikninginn, hægt er að senda kveðjur sem lesnar verða upp á tónleikunum. Slíkar kveðjur skal senda á roberth@ismennt.is Veitingastaðurinn Allinn verður með heitt súkkulaði og vöfflur til sölu frá 17:00 fram að tónleikunum þann 29. Allur ágóði rennur óskiptur í styrktarsjóðinn.
Frétt: AðsendMynd: GJS
Athugasemdir