STAÐGENGLAR

STAÐGENGLAR Innsend frétt. Föstudaginn 2. ágúst klukkan 17:00 verður opnuð sýning Olgu Bergmann “Staðgenglar” í Kompunni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Fréttir

STAÐGENGLAR

Föstudaginn 2. ágúst klukkan 17:00 verður opnuð sýning Olgu Bergmann “Staðgenglar” í Kompunni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

 

Verkin á sýningunni eru sýnishorn úr “Plöntu og dýrabók” en svo nefnir Olga röð verka sem er í vinnslu og skiptist í nokkra kafla.

 

Umfjöllunarefnið birtist í hugrenningum sem taka á sig margskonar myndform um áhrif mannsins á náttúruna og umhverfi sitt. Einnig um mögulega framtíðarþróun vistkerfa og útbreidda eftirsjá sem rekja má til vitneskjunnar um hraða hnignun lífríkisins af mannavöldum.

 

Olga hefur um langt skeið gert samspil manns og náttúru að umfjöllunarefni sínu og meðal annars skoðað samspil vísinda og skáldskapar í verkum sem tengjast hliðarsjálfi hennar, erfðaverkfræðingnum Doktor B.

 

Hún hefur líka unnið með vísanir í náttúrugripasöfn, vísindaskáldskap og þverfagleg söfn fyrri alda sem nefnd voru “Wunderkammer” – furðusöfn, með það að markmiði að varpa ljósi á skrýtna strauma og hneigðir í hugarfari, lífsháttum og tækni samtímans.


Athugasemdir

04.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst