Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins

Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins Skemmtiferðaskipið Azura í Akureyrarhöfn á föstudaginn. Ísland er vinsæll viðkomustaður skemmtiferðaskipa. Bókaðar eru

Fréttir

Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins

Azura á Akureyri
Azura á Akureyri
Skemmtiferðaskipið Azura í Akureyrarhöfn á föstudaginn. Ísland er vinsæll viðkomustaður skemmtiferðaskipa. Bókaðar eru 67 komur slíkra skipa með um 70.000 farþega


Sum af þessum skipum fara hringinn í kringum landið og koma við á stöðum eins og Vestmannaeyjum, Hafnarfirði, Grundarfirði, Ísafirði, Akureyri, Seyðisfirði og Djúpavogi auk Reykjavíkur. Tvö skip koma til Siglufjarðar 30 og 31 júlí. Skipið Azura er 115.055 tonn að stærð með 1.239 manns í áhöfn. Herbergin snúa flest út að sjó, taka 3.096 farþega. Margvísleg afþreyging er í boði. Um borð er fullkomin íþróttaaðstaða, þrjár sundlaugar og sex nuddpottar, fjöldi kaffihúsa, bara og veitingastaða. Um borð er listasafn, bókabúð, bókasafn og verslanir. Kvikmyndir eru sýndar á breiðtjaldi utanhúss og leik og danssýningar. Síðan er tekið sporið á kvöldin. Skipið siglir frá Akureyri til Noregs.












Texti og myndir: GJS


Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst