Stefánstöltiđ 2014

Stefánstöltiđ 2014 Áriđ 2002 gáfu systkinin Brynja Stefánsdóttir og Skjöldur Stefánsson hestamannafélaginu bikar til minningar um föđur sinn Stefán

Fréttir

Stefánstöltiđ 2014

Föstudaginn 6. júní var hestamannamót hjá hestamannafélaginu Glæsi á Siglufirði og ber mótið nafnið Stefánstöltið.

Allir sem tóku þátt í mótinu þurftu að sýna tölt. 

Árið 2002 gáfu systkinin Brynja Stefánsdóttir og Skjöldur Stefánsson hestamannafélaginu bikar til minningar um föður sinn Stefán Stefánsson frá Móskógum, sem var búsettur nær allan sinn aldur á Siglufirði.
 
Stefán var ötull og framsækinn áhugamaður um málefni hestamanna og beitti sér fyrir bættri meðferð hesta og glæddi áhuga á ágæti og þekkingu þarfasta þjónsins. Stefán var stofnfélagi Glæsis og formaður í fyrstu tíu árin.
 
Bikarinn er farandgripur og veittur til eins árs í senn þeim hesti sem stendur efstur í töltkeppni sem haldin er árlega og skal eigandi hestsins vera í hestamannafélaginu Glæsir.
 
Dómarar mótsins komu frá Dalvík.

Sölvi Sölvason vann til verðlauna bæði í flokki barna og flokki fullorðinna. Í keppninni má keppa upp fyrir sinn flokk en ekki niður fyrir.
 
stefánstöltiðHér er Haukur Orri á tölti.
 
stefánstöltiðHér eru þær systur Jódís og Hulda Jónsdætur að rabba saman.
 
 
stefánstöltiðOddný Halla Haraldsdóttir.
 
stefánstöltiðHákon Antonsson.
 
stefánstöltiðGuðni Brynjólfur.
 
stefánstöltiðSölvi Sölvason
 
Meira af myndum hér.

Myndir og texti : Fríða Gylfadóttir 

Athugasemdir

11.september 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst