Stjörnuljós, flugeldar og risabombur hjá Strákum
Það er sannkölluð paradís flugeldaáhugamannsins hjá björungarsveitinni þessa dagana en stjörnuljós, rakettur, fjölskyldupakkar og risatertur, svo fátt eitt sé nefnd, blasa við manni þegar maður rekur inn nefið hjá Strákum.
Það er líka gott að vita að þeir fylgjast vel með í Strákum þegar þeir eru að selja og meðhöndla flugeldana. Tóku þeir þannig eftir því að faðir ungs drengs hér á myndinni fyrir neðan gleymdi alveg að hugsa út í öryggisgleraugun en áður en hann stakk af var snáðinn kominn með hlífðargleraugu á hausinn. Hrikalega monntinn var hann nú tilbúinn til að kveikja í fyrstu stjörnuljósum líðandi árs.
Í kvöld verður flugeldasalan opin til klukkan 21:00 en á morgun milli klukkan 10-15 svo nú fer hver að verða síðastur að drífa sig til Stráka-nna til að versla inn glaðning fyrir yngri kynslóðina og þá eldri.
Athugasemdir