Stór sala á tækjabúnaði til Færeyja

Stór sala á tækjabúnaði til Færeyja SR Vélaverkstæði gerði samning við Skagann hf Akranesi, en þeir eru með uppsjávarfrystihús í smíðum fyrir Færeyjar.

Fréttir

Stór sala á tækjabúnaði til Færeyja

Þetta er sá hluti úr verkinu sem SRV smíðar
Þetta er sá hluti úr verkinu sem SRV smíðar

SR Vélaverkstæði gerði samning við Skagann hf Akranesi, en þeir eru með uppsjávarfrystihús í smíðum fyrir Færeyjar. SR Vélaverkstæði tekur hluta af því verkefni og smíðar það allt hér, og setur það svo upp í Færeyjum.

Hluti af verkefnum sem SR tók að sér úr þessu stóra verkefni verður smíðaður hjá JE-vélaverkstæði vegna þess hve afgreiðslufrestur er stuttur. Það er mjög ánægjulegt að fyrirtæki á Siglufirði geti sameinast um svo stórt verkefni.

Skaginn hf á Akranesi gekk frá einum stærsta samningi sem gerður hefur verið hér á landi um sölu á tæknibúnaði til fiskvinnslu í nýtt fiskiðjuver í Færeyjum.

Skaginn framleiðir hátæknibúnað í nýja fiskiðjuverið fyrir um 2,2 milljarða króna. Fyrir eru bæði stór og smá verkefni hjá SR Vélaverkstæði, en þau helstu eru fyrir Héðinn, Eskju, Mexícó og svo fleiri aðila hér á landi.

Sigurður Steingrímsson hjá JE-vélaverkstæði sem smíðar færibandahlutan og Hilmar Elefsen verkstjóri SRV

Hilmar verkstjóri, Hans, Þorleifur, Skarphéðinn og Sverrir.

Hersteinn og Friðrik

Ægir og Arnar við snígla fyrir Héðinn

Jónas og Heimir við löndunarsíu fyrir Mexícó.

Texti og myndir: GJS

 

 

 




Athugasemdir

26.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst