Stór sala á tækjabúnaði til Færeyja
SR Vélaverkstæði gerði samning við Skagann hf Akranesi, en þeir eru með uppsjávarfrystihús í smíðum fyrir Færeyjar. SR Vélaverkstæði tekur hluta af því verkefni og smíðar það allt hér, og setur það svo upp í Færeyjum.
Skaginn hf á Akranesi gekk frá einum stærsta samningi sem gerður hefur verið hér á landi um sölu á tæknibúnaði til fiskvinnslu í nýtt fiskiðjuver í Færeyjum.
Skaginn framleiðir hátæknibúnað í nýja fiskiðjuverið fyrir um 2,2 milljarða króna. Fyrir eru bæði stór og smá verkefni hjá SR Vélaverkstæði, en þau helstu eru fyrir Héðinn, Eskju, Mexícó og svo fleiri aðila hér á landi.
Sigurður Steingrímsson hjá JE-vélaverkstæði sem smíðar færibandahlutan og Hilmar Elefsen verkstjóri SRV
Hilmar verkstjóri, Hans, Þorleifur, Skarphéðinn og Sverrir.
Hersteinn og Friðrik
Ægir og Arnar við snígla fyrir Héðinn
Jónas og Heimir við löndunarsíu fyrir Mexícó.
Texti og myndir: GJS
Athugasemdir