Stórbætt aðstaða úrgangs
sksiglo.is | Almennt | 12.07.2012 | 06:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 288 | Athugasemdir ( )
Stórbætt aðstaða til
meðhöndlunar úrgangs og endurvinnsluefna á Eyjafjarðarsvæðinu. Gámaþjónusta Norðurlands
ehf. sem nú fagnar 25 ára afmæli og Sagaplast ehf. hafa opnað nýja og glæsilega
móttöku- og flokkunarstöð Hlíðarvelli við Hlíðarfjallsveg á Akureyri.
Gámaþjónusta Norðurlands ehf. hefur verið virkur þátttakandi í að minnka urðun óflokkaðs úrgangs og auka endurvinnslu á starfssvæði sínu á Norðurlandi í samvinnu við sveitarfélögin. Meginmarkmiðin eru að hámarka endurnotkun, endurnýtingu og endurvinnslu, en lágmarka sóun og urðun úrgangs. Mjög góður árangur hefur þegar náðst en nýja aðstaðan að Hlíðarvöllum gefur möguleika á ennþá betri árangri í flokkun og endurvinnslu. Sérfræðiþekking fyrirtækisins tryggir góða ráðgjöf varðandi úrgangsstjórnun og með góðri samvinnu við viðskiptavini uppfyllir fyrirtækið þarfir þeirra í samræmi við aðstæður á hverjum stað.
Íbúar á Akureyri hafa tekið nýju sorphirðukerfi mjög vel og mikið af endurvinnanlegu efni kemur í grenndargámana sem þar eru staðsettir. Íbúar í öðrum sveitarfélögum í Eyjafirði hafa einnig tekið mjög vel við sér varðandi breytt sorphirðukerfi og aukna flokkun. Söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi gengur alls staðar vel.
Á svæðinu öllu hefur
mikill metnaður og áhugi sveitarstjórnarmanna og íbúa farið saman til að gera
sem best í málaflokknum. Með samstilltu
átaki og samvinnu hefur mjög góður árangur náðst.
Rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands ehf. er Helgi Pálsson.
Athugasemdir