Strætóleiðin Akureyri-Siglufjörður í útboð

Strætóleiðin Akureyri-Siglufjörður í útboð Strætó bs. f.h. Samband sveitarfélaga í Eyjarfirði og Þingeyjarsýslum (Eyþing) óskar eftir tilboðum frá

Fréttir

Strætóleiðin Akureyri-Siglufjörður í útboð

Skólarútan í Fjallabyggð
Skólarútan í Fjallabyggð

Strætó bs. f.h. Samband sveitarfélaga í Eyjarfirði og Þingeyjarsýslum (Eyþing) óskar eftir tilboðum frá verktökum í akstur almenningsvagna. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Þjónustuverkefnið sem hér er um ræðir felst í því að annast akstur á árunum 2013 – 2018 á almenningssamgöngum fyrir Eyþing, á leiðunum Akureyri-Siglufjörður og Akureyri-Húsavík-Þórshöfn, í almenningsvagnakerfi sem Strætó bs. hefur tekið að sér að hafa umsjón með.

Útboðsgögn á geisladiski verða seld á 5.000 kr. frá og með þriðjudeginum 21. ágúst 2012 í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík.

Tilboðum skal skila eigi síðar en: Kl. 11:00 föstudaginn 5. október 2012 til Eyþings – Sambands sveitarfélaga í Eyjarfirði og Þingeyjarsýslum, Strandgötu 29, 600 Akureyri.

Texti: http://hedinsfjordur.is/

Mynd á forsíðu: GJS



Athugasemdir

17.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst