Fjölmennt og spennandi strandblaksmót
sksiglo.is | Almennt | 07.08.2012 | 15:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 607 | Athugasemdir ( )
Strandblaksmót Rauðku fór fram á
laugardaginn í blíðskaparveðri. Mjög góð þátttaka var á mótinu en alls
tóku 17 lið þátt en það er um helmings aukning frá því í fyrra.
Í kvennaflokki tóku 9 lið þátt og eftir spennandi keppni voru það heimadömurnar Anna Hermína og Sigurlaug Guðbrands sem báru sigur úr bítum. Í karlaflokki mættu 8 lið til leiks og til úrslita spiluðu þeir Sveinn og Steindór (Dalvíkingar) á móti Guðjóni og Aroni (handboltastrákar á ferðalagi).
Eftir spennandi leik voru það Dalvíkingarnir sem sigruðu. Mótið heppnaðist gríðarlega vel og mikil stemmning var á mótsstað enda fjöldi fólks sem gaf sér tíma til að horfa á. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og áður en karlarnir hófu leik fór fram happdrætti þar sem dregnir voru út fjöldi glæsilegra vinninga.
Við viljum þakka öllum þeim fyrirtækjum sem lögðu mótinu lið ásamt öllum þeim þátttakendum sem tóku þátt. Mótið er orðið liður í hátíðardagskránni svo nú er um að gera að nýta tímann og hefja æfingar fyrir næsta ár.




Texti og myndir: Aðsent
Í kvennaflokki tóku 9 lið þátt og eftir spennandi keppni voru það heimadömurnar Anna Hermína og Sigurlaug Guðbrands sem báru sigur úr bítum. Í karlaflokki mættu 8 lið til leiks og til úrslita spiluðu þeir Sveinn og Steindór (Dalvíkingar) á móti Guðjóni og Aroni (handboltastrákar á ferðalagi).
Eftir spennandi leik voru það Dalvíkingarnir sem sigruðu. Mótið heppnaðist gríðarlega vel og mikil stemmning var á mótsstað enda fjöldi fólks sem gaf sér tíma til að horfa á. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og áður en karlarnir hófu leik fór fram happdrætti þar sem dregnir voru út fjöldi glæsilegra vinninga.
Við viljum þakka öllum þeim fyrirtækjum sem lögðu mótinu lið ásamt öllum þeim þátttakendum sem tóku þátt. Mótið er orðið liður í hátíðardagskránni svo nú er um að gera að nýta tímann og hefja æfingar fyrir næsta ár.




Texti og myndir: Aðsent
Athugasemdir