STRANDBLAKSMÓT RAUÐKU
sksiglo.is | Almennt | 26.07.2011 | 11:50 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 335 | Athugasemdir ( )
Laugardaginn 30.júlí fer fram strandblaksmót Rauðku á Siglufirði. Keppt verður í kvenna og karlaflokki og spila tveir og tveir saman í liði. Veitt verður verðlaun fyrir efsta sæti hvors flokks og að auki verða dregnir út aukavinninga í lok móts.
Mótið hefst kl 11:00 og kostar 3.000.- pr lið. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Óskari (848-6726 eða oskarth@hi.is) en skráningu lýkur kl. 10:00 á mótsdag. Nú er um að gera að vakna snemma og skella sér í sandinn og njóta laugardagsins í góðra vina hóp.Kveðja, strandblaksnefndin
Athugasemdir