Stuttmynd um mörkin milli ofbeldis og kynlífs

Stuttmynd um mörkin milli ofbeldis og kynlífs Fáðu já, ný stuttmynd um mörkin milli ofbeldis og kynlífs verður sýnd 30. janúar n.k.

Fréttir

Stuttmynd um mörkin milli ofbeldis og kynlífs

Skjáskot úr stuttmyndinni Fáðu já
Skjáskot úr stuttmyndinni Fáðu já

Fáðu já, ný stuttmynd um mörkin milli ofbeldis og kynlífs verður sýnd samtímis í skólum landsins 30. janúar n.k.

Hér er á ferðinni mjög athyglisverð nálgun við viðkvæm mál sem mörgum finnst erfitt að ræða við ungmenni.

Myndin er hugsuð sem einskonar stökkpallur fyrir fólk sem vill ræða þessi mál við börn og unglinga.

Leikstjóri er Páll Óskar Hjálmtýsson, handritshöfundar auk Páls eru Brynhildur Björnsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir.

Myndina má nálgast á faduja.is frá 30. janúar n.k.

 

 

 

Nokkur skjáskot úr umræddri mynd.


Athugasemdir

26.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst