Styrkur úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
Í síðustu viku hlaut Síldarminjasafnið úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Sótt var um vegna kostnaðar
við lóðaframkvæmdir safnsins, og hlutust 1.100.000 kr. til verksins.
Miklar framkvæmdir fóru fram á safnlóðinni á síðasta ári, og munu þær halda áfram er vorar. Stefnt er að
því að ljúka við framkvæmdirnar áður en sumartraffíkin hefst. Eftir að vegurinn við Snorragötu var færður austar haustið
2011 var mikil nauðsyn fyrir endurbætur á lóð Síldarminjasafnsins. Var því ráðist í bryggjusmíði og safnhúsin
þannig tengd saman með bryggjupöllum, auk þess sem útbúin var lítil tjörn framan við Bátahúsið, með leifum af gömlum
bryggjustaurum. Stóru skipsmastri var komið fyrir sunnan við Bátahúsið og sinnir það nú hlutverki flaggstangar. Safnlóðin hefur
því tekið stakkaskiptum, aðgengi að húsum er til fyrirmyndar og er safninu vonandi til sóma.
Síldarminjasafnið þakkar Framkvæmdasjóði ferðamannastaða kærlega fyrir.
Tekið af vefsíðu Síldarminjasafnsins
Athugasemdir