Sumarstemning á Siglufirði
sksiglo.is | Almennt | 25.03.2012 | 17:55 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 939 | Athugasemdir ( )
Blíðskaparveður hefur verið um helgina á Siglufirði og fjöldi fólks verið að spóka sig í blíðunni; rennt sér á skíðum í frábæru skíðafæri, farið í söfn, kaffihús ofl.
Fólk sat úti við Kaffi Rauðku á laugardaginn í 16 gráðu hita, í dag sunnudag í 11 gráðu hita og fékk sér hressingu. Áfram er spáð góðu veðri á Norðurlandi.
Við höfnina var mikið að gera við landanir á fiski. Grásleppukarlar að koma með net að landi þ.e. þeir sem höfðu of mörg net í sjó. Landhelgisgæslan og Fiskistofa tóku rassíu á þeim bátum sem voru með of mörg net í sjó og lét þá taka upp net umfram þann netafjölda sem hver bátur má vera með.


Fjöldi gesta var á skíðasvæðinu

Hólsdalur þar sem göngubrautir eru lagðar



Nóg að gera á fiskmarkaðnum


Varðskip norðan við Siglunes og Grímsey í bakgrunni
Texti og myndir: GJS
Fólk sat úti við Kaffi Rauðku á laugardaginn í 16 gráðu hita, í dag sunnudag í 11 gráðu hita og fékk sér hressingu. Áfram er spáð góðu veðri á Norðurlandi.
Við höfnina var mikið að gera við landanir á fiski. Grásleppukarlar að koma með net að landi þ.e. þeir sem höfðu of mörg net í sjó. Landhelgisgæslan og Fiskistofa tóku rassíu á þeim bátum sem voru með of mörg net í sjó og lét þá taka upp net umfram þann netafjölda sem hver bátur má vera með.
Fjöldi gesta var á skíðasvæðinu
Hólsdalur þar sem göngubrautir eru lagðar
Nóg að gera á fiskmarkaðnum
Varðskip norðan við Siglunes og Grímsey í bakgrunni
Texti og myndir: GJS
Athugasemdir