Sveitamarkaður á Steinaflötum
Sveitamarkaðnum sem átti að vera á morgun á Steinaflötum verður frestað um sinn vegna leiðinda veðurs
Sveitamarkaður verður sunnudaginn 4. september næstkomandi frá kl. 15.00 til 17.30 á Steinaflötum í Siglufirði. Inni, í söluturninum, verður selt næstum allt á milli himins og jarðar og kaffi og kruðerí verður í eldhúsinu gegn frjálsu framlagi.
Úti í garði verður íþróttaskósala þar sem allir sem vilja geta komið með íþróttaskó, sem fylla hillurnar í flestum geymslum, selt þá og verslað jafnvel í leiðinni eina sem passa.
Texti: Aðsendur
Myndir: GJS
Athugasemdir