Svipmyndir úr síldarbæ 2. Myndir og myndband.

Svipmyndir úr síldarbæ 2. Myndir og myndband. Örlygur Kristfinnsson hélt bókakynningu á föstudaginn síðasta. Örlygur var þar að kynna nýjustu bók sína "

Fréttir

Svipmyndir úr síldarbæ 2. Myndir og myndband.

Svipmyndir úr síldarbæ 2.

Örlygur Kristfinnsson hélt bókakynningu á föstudaginn síðasta. Örlygur var þar að kynna nýjustu bók sína " Svipmyndir úr síldarbæ 2".

Örlygur hefur áður gefið út bókina "Svipmyndir úr síldarbæ" sem hlaut mikið lof gagnrýndenda.

Eins og segir á bakhlið nýju bókarinnar " Bókin bregður upp sterkum og áhrifamiklum mannlífsmyndum frá Siglufirði á liðinni öld."

Mikill fjöldi fólks kom til að kynna sér bókina og hlusta á upplestur hjá þeim Örlygi og Anitu. En Anita Elefsen las einnig upp úr bókinni ásamt Örlygi. 

Sérstakur heiðursgestur var Guðný Friðfinnsdóttir eða Gunna Finna en einn kafli bókarinnar er einmitt um Gunnu Finna. 

Í bókinni er farið víða og margir koma við sögu eins og Ásta Júl og fjölskylda, Stefanía í Brakkanum, Siggi Gísla, Alli King Kong, Jói á Nesi, Sólveig á Síldarplaninu, Andrés Þorsteinsson, Jóhann Andrésson sem gjarnan var kenndur við samfesting, Helena frá Prag, löggæslumenn og verkamenn bæjarins, Kristfinnur Guðjónsson og svo að sjálfsögðu Gunna Finna.

Það litla sem ég hef náð að glugga í bókina lofar hún alveg ljómandi góðu og það sem ég las er hörku skemmtileg lesning.

Svo koma hér myndir og eitt myndband sem hugsanlega gefur smá nasasjónir af því sem fyrir augu ber í bókinni.

örlygurHér er Örlygur að lesa upp úr bók sinni.

örlygurAnita Elefsen las einnig upp úr bókinni.

örlygurFjöldi fólks mætti til að hlusta á upplesturinn og kynningu á bókinni.

örlygur

örlygur

örlygurSteingrímur Kristinsson tók við eintaki af bókinni fyrir hönd Ljósmyndasafns Siglufjarðar. En eins og flest allir Siglfirðingar vita á Steingrímur einna helst heiðurinn af því að Ljósmyndasafn Siglufjarðar varð til og öllum þessum fjölda mynda. Ótrúleg menningarverðmæti fyrir Siglfirðinga og Siglufjörð sem Steingrímur hefur haldið til haga og komið áfram í varðveislu.

örlygurGuðný Páls skemmti sér stórvel sagði hún.

örlygurRannveig Pálsdóttir var hæstánægð.

Og svo eitt örstutt myndband frá upplestrinum.

 


Athugasemdir

30.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst