Svipmyndir úr síldarbæ

Svipmyndir úr síldarbæ Á næstunni kemur út bókin Svipmyndir úr síldarbæ eftir Örlyg Kristfinnsson.  Uppheimar gefa út.  

Fréttir

Svipmyndir úr síldarbæ

Á næstunni kemur út bókin Svipmyndir úr síldarbæ eftir Örlyg Kristfinnsson.  Uppheimar gefa út.
 
 

Svipmyndir úr síldarbæ er safn svipmynda og frásagna af fólki sem setti mark sitt á síldarbæinn Siglufjörð fram eftir síðustu öld. Hér eru nefndir til sögunnar kallar eins og Sveini sífulli, Daníel Þórhalls, Gústi guðsmaður, Fúsi Friðjóns, Vaggi í Bakka, Maggi á Ásnum, Nörgor, Tóri, Óli Tór, Bjössi Frímanns, Vignir hringjari, Guðmundur góði, Jón Þorsteins, Hannes Bególín, Jói bö og Schiöth. 

Örlygur Kristfinnsson, myndlistarmaður og safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði, dregur hér upp einstaklega lifandi og skemmtilegar myndir af eftirminnilegu fólki. Með þessari fyrstu bók sinni hefur hann bjargað fjölda sagna af lífinu á Siglufirði frá því að verða gleymskunni að bráð. Þær eru færðar í letur af spriklandi fjöri og einlægri virðingu fyrir viðfangsefninu. Svipmyndir úr síldarbæ er heillandi bók sem ætti að höfða til allra þeirra sem njóta þess að velta fyrir sér fjölbreytni mannlífsins og kunna að meta skemmtilegar sögur – hvort sem lesandinn er kunnugur á Siglufirði eða ekki.


Athugasemdir

18.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst