Sýning í Alþýðuhúsið á Siglufirði í dag klukkan 15:00
Innsent efni.
Alþýðuhúsið á Siglufirði.
Sunnudaginn 13. okt. kl. 15.00 opnar Jan Voss sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu.
Jan er þjóðverji búsettur í Amsterdam þar sem hann rekur bókverkabúðina Boekie Woekie ( boekiewoekie.com ) ásamt tveimur öðrum.
Bókverk eru listaverk sem notast við bókformið til túlkunar og framsetningar. Ekki sögubækur eða upplýsingarit eins og við eigum að
venjast.
Þessi listgrein á sér 50 ára sögu og var Dieter Roth, náinn samstarfsmaður og vinur Jan Voss, einn af upphafsmönnum hennar. Jan hefur gefið
út eigin bækur og annara undanfarin 30 ár undir merki Vossforlag.
Um 1980 fór Jan Voss að venja komur sínar til Íslands. Kenndi við Myndlista og handiðjaskóla íslands og dvaldi við eigin vinnu, meðal annars
í Flatey.
Þá keypti hann hús á Hjalteyri og hefur haldið þar annað heimili/vinnustofu síðan.
Jan Voss sýnir bókverk, unnin á mismunandi tímum síðustu 30 ára sem gefa áhorfandanum breiða mynd af því listformi.
Kompan er opin þegar skiltið er úti, kl. 14.00 - 17.00 eða eftir samkomulagi.
Allar nánari upplýsingar gefur Aðalheiður í síma 865-5091
Mynd við frétt tók Kristín Sigurjónsdóttir.
Athugasemdir