Sýning nemenda úr Menntaskóla Fjallabyggðar

Sýning nemenda úr Menntaskóla Fjallabyggðar Laugardaginn 14. maí síðastliðinn var skemmtileg sýning á verkum nemenda Menntaskólans á Tröllaskaga.

Fréttir

Sýning nemenda úr Menntaskóla Fjallabyggðar

Menntaskólinn Tröllaskaga
Menntaskólinn Tröllaskaga
Laugardaginn 14. maí síðastliðinn var skemmtileg sýning á verkum nemenda Menntaskólans á Tröllaskaga. Nemendur í fagurlistum og listljósmyndun sýndu afrakstur vetrarins auk þess sem nemendur voru með ferðakynningu þar sem þau ræddu við gesti og gangandi og kynntu ferðahugmyndir á Tröllaskaga.


Það kenndi ýmissa grasa á sýningunni og mátti t.d. sjá málverk, ljósmyndir,klippimyndir,skúlptúra og fjölbreytnin svo sannarlega í fyrirrúmi. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína á sýninguna og voru sýningargestir greinilega hrifnir af því sem í boði var. Sýningin stendur fram yfir laugardaginn 21. maí en þá útskrifar skólinn tvo nýstúdenta. Tilvalið fyrir áhugasama að líta við í skólanum og sjá hvað nemendur hafa verið að vinna að, svo sannarlega jákvæð birtingarmynd þeirra áhrifa sem Menntaskólinn hefur í samfélaginu okkar.




Sýning nemenda.















































Ljósm. GJS.





Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst