Það er komið konfekt, nennirðu að taka myndir?

Það er komið konfekt, nennirðu að taka myndir? Á flakki mínu um Sigló ákvað ég að kíkja aftur á starfsmenn Sparisjóðsins og athuga hversu vel vakandi þeir

Fréttir

Það er komið konfekt, nennirðu að taka myndir?

Konfektið og kaffið. Koníaksmolarnir voru búnir
Konfektið og kaffið. Koníaksmolarnir voru búnir

Á flakki mínu um Sigló ákvað ég að kíkja aftur á starfsmenn Sparisjóðsins og athuga hversu vel vakandi þeir væru yfir mínus stöðunni á reikningnum mínum.

Fyrir það fyrsta hrópuðu þeir og kölluðu um leið og ég kom inn, "Það er komið konfekt!! , nennirðu að taka myndir??" sem ég var alveg himinlifandi yfir og að sjálfsögðu tók ég myndir og gúffaði í mig 10 molum.

Bjössi var ennþá að vinka fiskeðlukvikindinu í glæra bjórkútnum og ég hef bara held ég aldrei áður séð "glaðvakandi gjaldkerann" Gulla Stebba svona jafn vel vakandi allan tímann sem ég var þarna inni.

Þetta var allt annað líf. Mig er hreinlega farið að hlakka til að koma í Sparisjóðinn á hverjum degi til að athuga mínusstöðuna á reikningnum mínum.

Vakandi í SPS
"JÁ GÓÐANN DAGINN"!!!

Vakandi í SPS
Þarna sagði hann " Nei væni minn, það er bara allt í mínus hjá þér! "

Vakandi í SPS
Hæ, fiski-fiski-fiski!!

Vakandi í SPS
Og þarna vinkar hann fiskeðlugreyinu áður en hann fer að vinna.

Vakandi í SPS
Þarna er Bjössi að kenna Beggu eitthvað í sambandi við tölvuna. Kennaraprikið sem Bjössi var með sést ekki vegna
þess að hann sveiflaði prikinu svo hratt og örugglega.

Vakandi í SPS
Begga brosir alltaf þegar ég kem. (Ég veit, ég mundi brosa líka ef ég sæi mig og hugsa "Æi greyið")

Vakandi í SPS
Guðrún Ólöf (Gunnóla) býður spennt eftir því að ég komi og röfli eitthvað yfir stöðunni á reikningnum hjá mér.


Texti og myndir: Hrólfur Baldursson.

 


Athugasemdir

28.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst