Það er líka heiðskírt á Sigló
sksiglo.is | Almennt | 09.07.2013 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 446 | Athugasemdir ( )
Það telst víst til tíðinda ef það er heiðskírt á höfuðborgasvæðinu og það kemur meira að segja tilkynning um það í helstu fréttamiðlum landsins.
Við getum nú alls ekki verið minni menn(og konur) hérna á Siglo.is. Við
tilkynnum hér með að það er rjómablíða á Sigló í dag og heiðskír himinn, eins og reyndar mjög marga daga í
júní(næstum því alla) og einhverja í júlí.
Ég ákvað líka að setja nokkrar myndir inn fyrir ykkur, bæði
af himninum og börnum og fullorðnum að leik.
Góðar og heiðskírar stundir.

Hér sjái þið heiðskíran himin. Eitthvað örlítið
smá ský sem kemur líklega að sunnan.
En það telst ekki með.






Athugasemdir