Það er svo margt

Það er svo margt Það er svo margt ef að er gáð og ef maður hefur augun hjá sér á gönguferðum um fjöllin okkar. Í sumar fór hópur fólks um

Fréttir

Það er svo margt

Risastórt skrímsli
Risastórt skrímsli

Það er svo margt ef að er gáð og ef maður hefur augun hjá sér á gönguferðum um fjöllin okkar. Í sumar fór hópur fólks um Illviðrishnjúk og þræddi allar fjallabrúnir frá Siglufjarðarskarði, norður í Dalaskarð og niður í fjörð, um 5 km leið.

Norðvestan í Hádegisfjalli, Dalamegin, blasti við sjónum risastórt skrímsli þar sem það hallaði sér upp að klettunum og horfði lævíslega í átt að göngufólkinu.

Brá því nokkuð í fyrstu en áttaði sig að forynjan var steinrunnin og öllu var óhætt. Þetta virðist vera eins og blendingur af ketti (hausinn), manni eða apa (bolur og handleggir) og nautgrip (mjög belgmikil um aftur eða neðri hluta líkamans).

Samkvæmt þjóðtrú okkar gæti þessi vera hafa farið um í morgunhúmi og ekki þolað fyrstu sólargeislana sem gægst hafa yfir fjallsbrúnina og orðið að steini.

Ekki er þekkt úr fornum sögnum að slík vera hafi búið hér í grenndinni en margir þekkja til tröllskessunnar Skrámu sem átti helli utan við Hvanneyrarskál og Marmannsins, sæskrímslisins, sem hrelldi fólk í Héðinsfirði áður fyrr.  Einnig er til sögn um ægilega viðureign Þorgeirsbola og manns  á Botnaleið talsvert sunnar.  Sjá Siglfirskar þjóðsögur og sagnir eftir Þ. Ragnar Jónasson útg. 1996.

Texti: Örlygur Kristfinnsson

Mynd: Anita Elefsen




Athugasemdir

03.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst