Það er svo margt

Það er svo margt Það er svo margt ef að er gáð í sýningum og geymslum  Síldarminjasafnsins: hvílíkur fjöldi díxla blasir við þegar þeim er safnað

Fréttir

Það er svo margt

Rósa Margrét Húnadóttir Þjóðfræðingur að skrá díxlana
Rósa Margrét Húnadóttir Þjóðfræðingur að skrá díxlana

Það er svo margt ef að er gáð í sýningum og geymslum  Síldarminjasafnsins: hvílíkur fjöldi díxla blasir við þegar þeim er safnað saman til skráningar.

Yfir sjötíu tilsláttardíxlar, uppsláttardíxlar, bandadíxlar, norskir díxlar, íslenskir díxlar og svo einhverjir úr smiðju Guðmundar góða. 

Við mörgu þarf Rósa Húnadóttir að sjá þegar gripirnir eru skráðir, hverrar gerðar, eigendur, hvar notaðir, gefendur. Og óskað er eftir aðstoð þeirra sem kunna að þekkja til þessara verkfæra. Í raun þarf að fara fram nákvæm athugun og rannsókn gagnvart vinnubrögðum og málnotkun; til dæmis hvaða orð er díxill?

Takmarkaðar rannsóknir hafa farið fram á vegum Orðabókar Háskólans á málfari síldarfólksins í kringum veiðar og vinnslu á nítjándu og tuttugustu öld. En á Síldarminjasafninu er unnið að þessu hægt og bítandi ásamt mörgum öðrum verkefnum. 

Texti og Mynd: ÖK

Athugasemdir

05.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst