Það er svo margt ...
sksiglo.is | Almennt | 23.11.2011 | 06:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 603 | Athugasemdir ( )
Úr skugga gamals spilkopps horfir auga. Ef að er gáð má sjá að
þetta er bara ryðguð járnró - en líka að framan við hana glitrar vefur
köngurlóar.
En taki fólk eftir eigandanum sjálfum fá sumir um sig hroll og gætu sótt skordýtraeitur í úðabrúsa, potað í vefinn með priki eða hringt í Meindýravarnir Íslands ehf.
Nema einfaldast sé kannski að horfa og njóta ótrúlegs listfengis lítils dýrs – sem spunnið hefur sér og sínum til framdráttar.

Texti og mynd: ÖK
Athugasemdir