Það er svo margt ...

Það er svo margt ... Úr skugga gamals spilkopps horfir auga. Ef að er gáð má sjá að þetta er bara ryðguð járnró - en líka að framan við hana glitrar

Fréttir

Það er svo margt ...

Úr skugga gamals spilkopps horfir auga. Ef að er gáð má sjá að þetta er bara ryðguð járnró - en líka að framan við hana glitrar vefur köngurlóar.   

Amk. 15 þúsund manns gengu framhjá í sumar án þess að greina nær ósýnilegt veiðarfærið sem var þó ekki hluti af netasýningu Síldarminjasafnsins.

En taki fólk eftir eigandanum sjálfum fá sumir um sig hroll og gætu sótt skordýtraeitur í úðabrúsa, potað í vefinn með priki eða hringt í Meindýravarnir Íslands ehf.

Nema einfaldast sé kannski að horfa og njóta ótrúlegs listfengis lítils dýrs  – sem spunnið hefur sér og sínum til framdráttar.



 

Texti og mynd: ÖK




Athugasemdir

02.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst