Þakkir frá árgangi 1989
Innsent efni.
Okkur í árgangi ´89 langar að þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið í söfnun okkar til styrktar Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, í nafni Ásdísar Kjartansdóttur.
En upphæðin sem safnaðist var rúmlega 175.000 krónur.
Peningurinn sem safnaðist, var sem áður sagði, lagður inn á sérstakan reikning hjá félaginu sem er eingöngu nýttur í þágu krabbameinssjúkra og /eða fjölskyldna þeirra. Stærstur hluti þess fjármagns er notaður til að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur þeirra til að greiða niður kostnað vegna dvalar á íbúðum eða á Sjúkrahóteli í Reykjavík. En geislameðferðir fara eingöngu fram í Reykjavík og getur fólk þurft að dvelja þar allt frá 10 dögum upp í 10 vikur, með tilheyrandi kostnaði.
Að lokum langar mig að benda lesendum á, að sunnudaginn 29. september fer fram alþjóðlegt hlaup (Globeathon) til að vekja athygli á krabbameini í kvenlíffærum. Hlaupið fer fram á 80 stöðum í heiminum á sama tíma og er Reykjavík einn þeirra staða. Hægt er að velja um 5 eða 10 km, skráningargjald er 2000 kr og tímataka verður í boði fyrir þá sem vilja.
Frekari upplýsingar eru á Facebook síðunni Globeathon-Ísland og hægt er að skrá sig á hlaup.is.
Fyrir hönd árgangs ´89,
Eva María Örnólfsdóttir
Athugasemdir