The Old-Young-Boys
Ég fór eins og oft áður og fékk mér pylsu með tómat, sinnep og hráum, (svona fyrir ykkur sælkerana þá fæ ég mér stundum eina með öllu og extra remó ofaná svona spari) á bensínstöðinn áður en ég fór heim í mat.
Eftir að ég fæ pylsuna í hendurnar og á meðan ég er vægast sagt að , ja hvað eigum við að segja, naga hana snyrtilega niður í ekki neitt, ákvað ég að fá mér einn rúnt um bæinn.
Á þessum rúnti fer ég fram hjá skólaballanum, eða balanum veit ekki hvort er réttara. Þegar ég ek þar framhjá tek
ég fyrst eftir Óla Biddýar frekar niðurlútum standa þarna við grindverkið. Næsta sem ég sé er Habbó (Hafþór
Kolbeins) hlaupandi eins og vitleysingur út um allt svæðið þarna á met hraða baðandi höndunum út í loftið og argandi (ég
hélt hreinlega að það hefði orðið eitthvað slys þarna.) Svo fer maður að taka eftir fleiri hausum þarna, eins og til dæmis Alla Adda,
þá vissi ég hvað klukkan sló. Hún var minnir mig korter yfir sautjánhundruð, og það var old-boys æfing.
Það voru þarna mun yngri menn að leika sér í boltaleik (fótbolta) við þessa höfðingja, en sökum þess hvað mér fannst eldri flokkurinn (2-3 menn) fara illa með þá yngri og hreinlega eiga völlinn vil ég ekki gera þeim það að nefna þá á nafn. En mögulega þekki þið einhverja þarna á myndunum. Ég tölti mér út úr bílnum þegar ég var búin með pylsuna, litlu kókina í glerinu og meira að segja bún að sleikja pylsubréfið. Ég ræddi nú eiginlega mezt við Óla sem stóð þarna og horfði á og meðal annars kom það þá í ljós að Óli mátti ekki vera með vegna þess að hann vari einfaldlega bara allt of góður fyrir skólabala-deildina. Plús það að það var matarboð heima hjá honum.
Ég mæli hiklaust með því að þið kíkið þarna niður á skólabala með kakó, kleinur og teppi og horfið á þessa gömlu jaxla sýna þessum yngri hvernig á að gera þetta. Held að Habbó og Alli hafi bara verið 2 í liði þarna á móti öllum hinum, en er samt ekki viss, mér fannst þeir allir einhvernvegin út um allt, hlaupandi fram og til baka og ég skildi ekkert í því eftir hvaða leik-kerfi þeir voru að leika. Sýndist þetta vera 2 aftast að hvíla sig og restin að hlaupa á eftir boltanum eins og maður sér á leikskólanum. Ef boltinn fer í austur, nú þá bara fara allir í austur og svo omvent. Ég æfði nú hérna í gamla daga hjá Billy og var nú víst bara svona ykkur að segja hið ágætasta efni í vatnsbera eða matráð held ég. Hver man ekki eftir Billy? Hann var magnaður. Ég var svo ungur (líklega 4-6 ára) þegar hann var að þjálfa að ég skildi aldrei hvað hann var að segja (hann var enskur), en skildi hann samt svo fjári vel. Svolítið sérstakt en samt var það bara einhvernveginn svoleiðis. Hann náði einhvernveginn á sinn sérstakan hátt til krakka held ég.
Svo var reyndar annað í þessu, ég þoldi ekki að tapa (sem gerðist alltof oft), þannig að ég æfði bara, keppti helst ekkert. Nema að ég fengi eitthvað matarkyns í staðinn. Ég hef reyndar aldrei haft gaman af því að horfa á fótbolta en þetta var bara hin bezta skemmtun. Þetta var svolítið eins og að horfa á heilan leik sýndan hægt, nei þetta var grín, þetta var eins og að horfa á heilan leik sýndan mjög hægt, nei þetta var líka grín, þetta var mjög skemmtilegt. Vonandi koma einhverjir til að hvetja þessa snillinga áfram og áfram (ja nú eiginlega veit ég ekki hvað liðið heitir, en eigum við að segja) OLD-YOUNG-Boys!!
Óli að bíða eftir því að Sóley Anna sé búin að elda.
Þessi, má ekki segja hvað hann heitir þessi en hann var svona la-la .
Alli Adda nýbúin að dúndra boltanum og gerir sig líklegan til þess að fá sér sæti.
Þetta er photoshoppuð mynd. Þeir voru ekki svona fljótir að hlaupa.
Unglingarnir höfðu ekkert í Habbó.
Það er það sama með Adda, unglingarnir höfðu nákvæmlega ekkert í hann.
Þarna er Habbó að "þvæla" (það var alltaf sagt "þvæla" í gamla daga) unglingana fram og til baka.
Athugasemdir