Þetta er komið gott.
sksiglo.is | Almennt | 23.05.2013 | 17:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 862 | Athugasemdir ( )
Ég hitti Svövu Guðmunds og við tókum smá spjall. Hún sagði mér frá því að hún og Júlíus Hraunberg væru að hætta að bera út blöðin á Sigló og jafnframt vildi hún koma þökkum á framfæri. En þess má geta að Svava og Júlíus eru búin að sjá um blaðaútburð á Sigló í yfir 20 ár. Svava segir að þau hlakki til að takast á við ný og spennandi verkefni.

Þetta er komið gott.
Við kveðjum með gleði, og þökkum Írisi og Þorleifi fyrir hjálpina. Einnig viljum við óska nýjum umboðs og útburðar
aðilum góðs gengis. Þetta er ekki auðvelt starf á veturna en mun betra á sumrin.
Kv.Júlíus og Svava.
Athugasemdir