Þetta gæti verið ástæðan fyrir því að vef-myndavélin var svona lengi biluð
sksiglo.is | Almennt | 30.07.2013 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 670 | Athugasemdir ( )
Þetta gæti verið ástæðan fyrir því að
vef-myndavélin var svona lengi biluð
Vef-myndavéla viðgerðar teymi
Vef-myndavélin hefur legið niðri í einhverja daga.
Það er verið að þrífa græjuna og sjá til þess
að hún haldi liðleika sínum og nákvæmni (sem er alveg hauga lýgi, við vissum eiginlega ekkert hvað við vorum að gera).
Einnig þarf að endurræsa kerfið eftir kúnstarinnar reglum sem hefur
kannski ekki alveg tekist nógu vel hjá teyminu sem sér um þetta sökum þess að þeir eru ekki alveg klárir á ON og OFF tökunum og
merkingu þeirra.
Þessir drengir sem eru að reyna að græja þessa vél eru kannski ekki
alveg beztu viðgerðarmennirnir. Þeir hafa frekar lítið vit á því sem þeir eru að gera yfirleitt þannig að þeir
ákáðu að taka bara sem flestar myndir af sjálfum sér á meðan þeir voru að reyna að græja vélina og lofa ykkur að
njóta þess að horfa á þá gera eitthvað sem þeir hafa nákvæmlega ekkert vit á.
En núna er vef-myndavélin komin í loftið aftur eftir sumarfrí.
Kv. Viðgerðar-Teymis stýrishópur fyrir vef-myndavélina.















Athugasemdir