Þingmenn heimsækja Siglufjörð
sksiglo.is | Almennt | 12.01.2012 | 11:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 795 | Athugasemdir ( )
Þrír þingmenn
Samfylkingarinnar voru staddir á Siglufirði í gær. Þetta voru þeir
Kristján Möller, Sigmundur Ernir og Árni Páll en þeir höfðu boðað til
opins fundar með íbúum Fjallabyggðar.
Einnig höfðu þeir boðað komu sína á Síldarminjasafnið fyrr um daginn. Kristján Möller, sem fæddur er og uppalin á Siglufirði vildi kynna flokksbræðrum sínum hvernig umhorfs var á Siglufirði á síldarárunum og fengu þeir prýðiskynningu í Bátahúsinu.
Eftir að hafa gengið um kaldar bryggjurnar var farið upp á loft í kaffi þar sem biðu „bestu ástarpungar landsins“ og síld og rúgbrauð að hætti Síldarminjasafnsins. Yfir heitu kaffi voru heimsmálin rædd og pólitíkina bar á góma. Í móttökunefnd voru Rósa Margrét Húnadóttir, starfsmaður safnsins og Guðmundur Skarphéðinsson, stjórnarformaður.
Texti: Rósa Margrét Húnadóttir
Mynd: GJS
Einnig höfðu þeir boðað komu sína á Síldarminjasafnið fyrr um daginn. Kristján Möller, sem fæddur er og uppalin á Siglufirði vildi kynna flokksbræðrum sínum hvernig umhorfs var á Siglufirði á síldarárunum og fengu þeir prýðiskynningu í Bátahúsinu.
Eftir að hafa gengið um kaldar bryggjurnar var farið upp á loft í kaffi þar sem biðu „bestu ástarpungar landsins“ og síld og rúgbrauð að hætti Síldarminjasafnsins. Yfir heitu kaffi voru heimsmálin rædd og pólitíkina bar á góma. Í móttökunefnd voru Rósa Margrét Húnadóttir, starfsmaður safnsins og Guðmundur Skarphéðinsson, stjórnarformaður.
Texti: Rósa Margrét Húnadóttir
Mynd: GJS
Athugasemdir