Þingmenn heimsækja Siglufjörð

Þingmenn heimsækja Siglufjörð Þrír þingmenn Samfylkingarinnar voru staddir á Siglufirði í gær. Þetta voru þeir Kristján Möller, Sigmundur Ernir og

Fréttir

Þingmenn heimsækja Siglufjörð

Sigmundur Ernir, Árni Páll, Rósa Margrét og Kristján Möller
Sigmundur Ernir, Árni Páll, Rósa Margrét og Kristján Möller
Þrír þingmenn Samfylkingarinnar voru staddir á Siglufirði í gær. Þetta voru þeir Kristján Möller, Sigmundur Ernir og Árni Páll en þeir höfðu boðað til opins fundar með íbúum Fjallabyggðar. 

Einnig höfðu þeir boðað komu sína á Síldarminjasafnið fyrr um daginn. Kristján Möller, sem fæddur er og uppalin á Siglufirði vildi kynna flokksbræðrum sínum hvernig umhorfs var á Siglufirði á síldarárunum og fengu þeir prýðiskynningu í Bátahúsinu.

Eftir að hafa gengið um kaldar bryggjurnar var farið upp á loft í kaffi þar sem biðu „bestu ástarpungar landsins“ og síld og rúgbrauð að hætti Síldarminjasafnsins. Yfir heitu kaffi voru heimsmálin rædd og pólitíkina bar á góma. Í móttökunefnd voru Rósa Margrét Húnadóttir, starfsmaður safnsins og Guðmundur Skarphéðinsson, stjórnarformaður.

Texti: Rósa Margrét Húnadóttir
Mynd: GJS


Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst