Þjóðlagahátíðinni lauk í gær.
sksiglo.is | Almennt | 11.07.2011 | 17:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 414 | Athugasemdir ( )
Þjólagahátíðinni lauk í gær með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins, Ungfónía, var stofnuð haustið 2004. Hljómsveitin er skipuð nemendum úr tónlistarskólum af höfuðborgarsvæðinu og við tónlistarháskóla erlendis á aldrinum 13-25 ára.
Einleikarar með hljómsveitinni eru jafnan nemendur að ljúka framhaldsnámi erlendis eða eru nýkomnir heim frá námi. Hljómsveitin hefur tekist á við þrjú til fjögur verkefni á ári og haldið tónleika viða um land. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins er styrkt af Tónlistasjóði Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ.Sinfoníuhljómsveit Íslands, Tónlistarskólinn í Reykjavík og Tónlistarskóli FÍH veittu hljómsveitinni aðgang að aðstöðu sinni eða lánuðu henni hljóðfæri vegna þessara tónleika. Hljómsveitarstjóri er Gunnsteinn Ólafsson og hann stjórnar jafnframt Háskólakórnum og er listrænn stjórnandi Þjóðlagahátíðar.
Í kvöld mánudag 11 júlí kl. 20:00 verður hljómsveitin með tónleika í Neskirkju í Reykjavík.
Texti og mynd: GJS
Athugasemdir